Hisbollah-samtökin í Líbanon hafa heitið því að halda áfram bardögum sínum gegn Ísrael þegar eitt ár er í dag liðið síðan samherjar þeirra í Hamas gerðu mannskæða árás á Ísrael sem hratt af stað stríðinu á Gasasvæðinu.
Hisbollah og Líbanon hafa goldið „verulega“ fyrir ákvörðun samtakanna, sem njóta stuðnings Írans, um að hefja „hernaðarlegan stuðning“ fyrir Gasa 9. október, en „við erum sannfærð…um getu andspyrnu okkar til að berjast gegn ofbeldi Ísraels“, sagði í yfirlýsingu Hisbollah-samtakanna, þar sem Ísraelum er lýst sem krabbameini sem verður að útrýma „sama hversu langan tíma það tekur”.