Rússneskur aðgerðasinni drepinn í víglínunni

Ildar Dadin er látinn.
Ildar Dadin er látinn. AFP

Rússneski aðgerðasinninn Ildar Dadin, sem var fangelsaður í Rússlandi fyrir að mótmæla Vladimír Pútín Rússlandsforseta, var drepinn í víglínunni í Karkív-héraði í Úkraínu þar sem hann barðist með úkraínskum hersveitum.

Ættingjar hans og fjölmiðlar í Rússlandi greindu frá þessu í gær.

Ilia Ponomarev, fyrrverandi rússneskur þingmaður sem er í útlegð, minntist Dadins á Facebook-síðu sinni og sagði hann hafa verið „óttalausan og ákveðinn baráttumann“ sem hefði ákveðið að „berjast í fremstu víglínu gegn Pútínisma“.

Dadin var árið 2015 dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Rússlandi fyrir að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert