Úkraínumenn segja hersveitir sínar hafa hæft olíubirgðastöð á Krímskaga í nótt. Árásin er sú nýjasta af hálfu Úkraínumanna á orkuinnviði sem eru undir stjórn Rússa.
Tilgangurinn með árásunum er að gera Rússum skráveifu þegar kemur að tekjuöflun þeirra vegna stríðsins gegn Úkraínu.
Árásin í nótt var gerð á Feodosa á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014.
Yfirvöld í Rússlandi segja að eldur hafi brotist út á olíubirgðastöð í hafnarbænum við Svartahaf þar sem um 70 þúsund manns búa. Enginn féll í árásinni.
Úkraínumenn segja árásirnar á rússnesku orkuinnviðina sanngjarna hefnd vegna árása Rússa á úkraínska orkuinnviði sem hafa orðið til þess að rafmagn hefur farið af á heimilum milljóna manna.