Slösuð íslensk stúlka á Sikiley reyndist írsk

Sikiley er rómuð fyrir strendur og náttúrufegurð auk mikillar gæðaframleiðslu …
Sikiley er rómuð fyrir strendur og náttúrufegurð auk mikillar gæðaframleiðslu víns og matvæla á borð við ost, sveppi, ólífur auk þess sem hinn fræga hrísgrjónarétt arancini má kaupa víða í götueldhúsum. AFP/Giovanni Isolino

Fjölmiðlar á hinni ítölsku Sikiley, þar á meðal dagblaðið La Sicilia, hlupu á sig í morgun þegar þeir greindu frá því að íslensk stúlka væri alvarlega slösuð í Marina de Ragusa eftir að bifreið hafði verið ekið á hana þar sem hún var að skokka við strandgötuna via Andrea Doria.

Er sú leiðrétting nú komin fram að þar hafi verið á ferð hin írska Hannah Elizabeth, 22 ára gamall námsmaður, sem nú liggur í alvarlegu ástandi á Policlinico-sjúkrahúsinu.

Er ruglingur nafna landanna tveggja ekki nýr af nálinni og kannast líkleg ófáir Írar sem Íslendingar við að póstur frá þeim hafi hafnað í hinu landinu er hann loks skilar sér.

La Sicilia

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert