Svíar vörpuðu handsprengjum 6 sinnum á 5 dögum

Á fimm daga tímabili í síðustu viku voru sex handsprengjuárásir …
Á fimm daga tímabili í síðustu viku voru sex handsprengjuárásir framdar af Svíum í Svíþjóð og Danmörku. Myndin er af eldsvoða í Svíþjóð og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AFP/Johan Nilsson

Á fimm daga tímabili í síðustu viku voru sex handsprengjuárásir framdar af Svíum í Svíþjóð og Danmörku. Tveir létust í árásunum.

Aftonbladet greinir frá. 

Síðastliðinn þriðjudag varð sprenging í suðurhluta Stokkhólms í Svíþjóð og er talið að skotmarkið hafi verið leiðtogi glæpagengis.

Hryðjuverk í Danmörku

Á miðvikudag urðu sprengingar við ísraelska sendiráðið í Danmörku og telur lögreglan að tvær handsprengjur hafi sprungið.

Sænskur lögreglubíll.
Sænskur lögreglubíll. AFP/Anders Wiklund

Tveir Svíar voru handteknir í þeirri árás grunaðir um hryðjuverk og annar þeirra er einnig grunaður um skotárás á ísraelska sendiráðið í Svíþjóð deginum áður. 

Aðfaranótt fimmtudags sprakk handsprengja í íbúð í Stokkhólmi. Talið er að sprengjunni hafi verið beint að ættingja leiðtoga glæpagengis sem á í átökum við fólk úr Hagsätra-glæpagenginu, samkvæmt upplýsingum Aftonbladet.

Enginn lést í árásinni en aðeins þremur dögum fyrr var skotárás gerð á sama stað.

Tveir drepnir í tveimur árásum

Á föstudag voru tveir drepnir með handsprengjum í Svíþjóð í bæjunum Partille og Gothenbug. Unglingsdrengur undir 15 ára aldri er talinn bera ábyrgð á báðum sprengingum.

Aðfaranótt laugardags var gerð handsprengjuárás í íbúðarhúsnæði í Märsta. Enginn lést en miklar skemmdir urðu á byggingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka