Fimm rússneskir fjallgöngumenn fórust

Dhaulagiri.
Dhaulagiri. Ljósmynd/Wikipedia.org

Fimm rússneskir fjallgöngumenn fórust þegar þeir voru að klífa sjöunda hæsta fjall veraldar, Dhaulagiri í Nepal.

Ekkert samband hafði náðst við þá í tvo daga.

Dhaulagiri er 8.167 metra hátt og er í Himalajafjöllunum.

„Björgunarþyrla fann fimm lík,“ sagði Rakesh Gurung, hjá Ferðamálastofu Nepals. „Þeir féllu er þeir voru í 7.700 metra hæð.“

Hann bætti við að einum fjallgöngumanni sem hafði hætt við að reyna að klífa tindinn hefði verið bjargað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert