Fjórir látnir eftir loftárás á Sýrland

Fjölmiðlar í Sýrlandi segja árásina hafa hæft íbúðarhúsnæði í Mazzeh-hverfinu …
Fjölmiðlar í Sýrlandi segja árásina hafa hæft íbúðarhúsnæði í Mazzeh-hverfinu í Damaskus. AFP/Louai Beshara

Loftárás Ísraelshers hæfði íbúðarhúsnæði í höfuðborg Sýrlands, Damaskus, fyrir skömmu. Talið er að hið minnsta fjórir hafi látið lífið í árásinni.

Árásin hæfði húsnæði sem liðar íranska byltingarvarðarins eru sagðir sækja sem og bíl fyrir utan húsnæðið, segja mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights.

Fjölmiðlar í Sýrlandi segja árásina hafa hæft íbúðarhúsnæði í Mazzeh-hverfinu í Damaskus, hverfi sem hýsir meðal annars öryggisstofnanir og sendiráð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert