Flytja Tyrki á brott frá Líbanon

Reykur yfir byggingum í suðurhluta Beirút 4. október eftir loftárás …
Reykur yfir byggingum í suðurhluta Beirút 4. október eftir loftárás Ísraela. AFP/Etienne Torbey

Tyrkir senda í dag skip áleiðis til Líbanon. Þangað verða sóttir um tvö þúsund tyrkneskir ríkisborgarar.

Tvö skip tyrkneska sjóhersins munu leggja frá bryggju í héraðinu Mersin í suðurhluta Tyrklands til Beirút, höfuðborgar Líbanons.

Tyrkir áætla að um 14 þúsund tyrkneskir ríkisborgarar hafi skráð sig hjá ræðismannskrifstofu landsins í Líbanon.

Ísraelsher hvatti í gær íbúa til að yfirgefa svæði í suðurhluta Beirút. Á sama tíma hefur herinn haldið áfram loftárásum sínum á borgina þar sem skotmörkin eru bækistöðvar Hisbollah-samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert