Dæmdur þýskur nauðgari sem grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann árið 2007 hefur verið sýknaður af öllum ákærum í kynferðisbrotamáli.
Fjölmiðlar fylgdust náið með málinu, sem fór fram fyrir luktum dyrum í réttarsal. Sýknun hins 47 ára Christian Brückner þýðir að hann gæti losnað úr fangelsi strax á næsta ári.
Saksóknarar segjast ætla að áfrýja dómnum, sem var kveðinn upp í borginni Brunswick.
Brückner situr í fangelsi fyrir að hafa nauðgað 72 ára bandarískum ferðamanni í Praia da Luz árið 2005, sama portúgalska sjávarplássi og þar sem Madeleine hvarf tveimur árum síðar.
Í þessum nýjustu réttarhöldum yfir honum fóru saksóknarar fram á að Brückner yrði dæmdur í 15 ára fangelsi og lýstu honum sem „hættulegum geðbiluðum sadista“.
Hann var aftur á móti sýknaður vegna ófullnægjandi sannana, að sögn dómara í málinu.