Gæti losnað á næsta ári: Grunaður um hvarf „Maddie“

Fangelsið þar sem Christian Brueckner afplánar dóminn.
Fangelsið þar sem Christian Brueckner afplánar dóminn. AFP

Dæmdur þýskur nauðgari sem grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann árið 2007 hefur verið sýknaður af öllum ákærum í kynferðisbrotamáli.

Fjölmiðlar fylgdust náið með málinu, sem fór fram fyrir luktum dyrum í réttarsal. Sýknun hins 47 ára Christian Brückner þýðir að hann gæti losnað úr fangelsi strax á næsta ári.

Saksóknarar segjast ætla að áfrýja dómnum, sem var kveðinn upp í borginni Brunswick.

Brückner situr í fangelsi fyrir að hafa nauðgað 72 ára bandarískum ferðamanni í Praia da Luz árið 2005, sama portúgalska sjávarplássi og þar sem Madeleine hvarf tveimur árum síðar.

Í þessum nýjustu réttarhöldum yfir honum fóru saksóknarar fram á að Brückner yrði dæmdur í 15 ára fangelsi og lýstu honum sem „hættulegum geðbiluðum sadista“.

Hann var aftur á móti sýknaður vegna ófullnægjandi sannana, að sögn dómara í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert