Hvatti Líbana til að bola Hisbolla burt

Ísraelsher heldur úti nær stöðugum loftárásum á úthverfi í suðurhluta …
Ísraelsher heldur úti nær stöðugum loftárásum á úthverfi í suðurhluta höfuðborgar Líbanon Beirút um þessar mundir. AFP

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hvatti íbúa Líbanon að leysa land sitt úr ánauð Hisbolla-samtakanna ella sé hætt við að átökin fari á sama veg og á Gasa.

„Þið hafið tækifæri til þess að bjarga Líbanon áður en það fellur í hyldýpi styrjaldar, eyðileggingar og þjáningar, sem henni fylgir, eins og við sjáum á Gasa,“ sagði hann og enn fremur: 

„Ég hvet ykkur, íbúa Líbanon: Frelsið land ykkar úr ánauð Hisbolla svo stríðið taki enda.“

Fyrr í dag kölluðu mannréttindafulltrúar Sameinuðu þjóðanna eftir tafarlausum aðgerðum til að stöðva stigmagnandi styrjöld í Líbanon áður en hún fer að líkjast eyðileggingunni á Gasa. 

Sennilegur leiðtogi Hisbollah felldur

Netanjahú sagði Ísraelsher hafa fellt þúsundir hryðjuverkamanna í loftárásum á suðurhluta Líbanon.

Þá sagði hann að búið væri að fella fyrrum leiðtoga Hisbolla, Hassan Nasrallah, eftirmann hans og eftirmann eftirmanns hans.

Á laugardaginn greindi háttsettur heimildarmaður innan Hisbolla-samtakanna frá því að búið væri að fella sennilegan arftaka Nasrallah, Hashem Safieddine.

Ísraelsher heldur úti nær stöðugum loftárásum á úthverfi í suðurhluta höfuðborgar Líbanon, Beirút.

Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði fyrr í dag að búið væri að brjóta niður samtökin og að þau væru illa farin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert