Íranir vara Ísraela við árásum á innviði

Utanríkisráðherra Írans varar Ísraela við.
Utanríkisráðherra Írans varar Ísraela við. AFP

Írarn­ir vöruðu í morg­un Ísra­ela við því að ráðast á innviði lands­ins, en Ísra­els­menn hafa heitið hefnd­um eft­ir eld­flauga­árás Írans 1. októ­ber.

Fyrr í morg­un hófu Ísra­el­ar einnig hernaðaraðgerðir gegn His­bollah-hryðju­verka­sam­tök­un­um í suðvest­ur­hluta Líb­anons.

„Hver árás á innviði í Íran mun vekja enn sterk­ari viðbrögð,“ hef­ur rík­is­sjón­varpið eft­ir Abbas Arag­hchi, ut­an­rík­is­ráðherra Írans.

Íran skaut um 200 eld­flaug­um í átt að Ísra­el til þess að hefna fyr­ir drápið á Hass­an Nasrallah, leiðtoga His­bollah. Ísra­els­menn hafa heitið því að svara fyr­ir eld­flauga­árás­ina og segja að all­ir val­mögu­leik­ar séu til skoðunar.

„Yfir strikið“ að ráðast á kjarn­orku- eða orku­innviði

Hafa í því sam­hengi einna helst verið nefnd­ir ol­íu­innviðir Írans sem og skot­mörk þar sem Íran­ir stunda kjarn­orku­rann­sókn­ir.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur sagt að hann styðji ekki árás­ir á kjarn­orku­innviði en að Banda­ríkja­menn eigi í sam­ræðum við Ísra­el um árás­ir á ol­íu­innviði.

Rass­ul Sanairad, hers­höfðingi í Íslamska bylt­ing­ar­verðinum, varaði Ísra­ela við því á sunnu­dag að þeir væru að fara „yfir strikið“ ef þeir gerðu árás­ir á kjarn­orku- eða orku­innviði.

Hefja hernað í suðvest­ur­hluta Líb­anons

Ísra­elski her­inn seg­ist hafa gert mark­viss­ar árás­ir á His­bollah í suðvest­ur­hluta Líb­anons og hef­ur því aukið land­hernað niðri við strand­lengju lands­ins eft­ir að hafa sent fleiri her­menn á vett­vang.

„Í gær hóf 146. her­deild­in tak­markaða, staðbundna og mark­vissa aðgerð gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um His­bollah og innviðum í suðvest­ur­hluta Líb­anons,“ sagði her­inn í yf­ir­lýs­ingu á Tel­egram-rás sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert