Fellibylurinn Milton er núna skilgreindur sem fjórða stigs stormur eftir að hafa náð fimmta stiginu í gær.
Hann stefnir nú að vesturströnd bandaríska ríkisins Flórída þar sem búist er við að hann nái landi á morgun.
„Því er spáð að Milton verði áfram ákaflega hættulegur fellibylur þegar hann nær landi í Flórída,“ sagði bandaríska fellibylsstofnunin. Hún bætti við að meðalvindhraði hans væri um 250 km/klst.
Icelandair mun fylgjast grannt með Milton, sem kemur til með að ógna þéttbýlum svæðum í ríkinu, þar á meðal einum áfangastaða flugfélagsins, Orlando-borg.