Sá öflugasti í heila öld?

Joe Biden.
Joe Biden. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að fellibylurinn Milton geti orðið sá öflugasti í Flórídaríki í heila öld ef fram heldur sem horfir. 

Biden lét þessi orð falla þegar hann ávarpaði fjölmiðlafólk í dag og vísaði þar væntanlega til vísindamanna og annarra sem upplýsa forsetann um gang mála. Eins og frá var greint í dag tók hann þá ákvörðun að fresta fyrirhugaðri för sinni til Þýskalands og Angóla. 

Gripið hefur verið til neyðarráðstafana með ýmsum hætti meðan beðið er þess sem verða vill á Flórída. 

Sem dæmi hafa 40 milljónir lítra af vatni verið eyrnamerktir hjálparaðgerðum vegna Miltons og 20 milljónir máltíða.

Vatninu og matnum hefur verið komið fyrir á fimm mismunandi stöðum nærri því svæði þar sem talið er að fellibylurinn muni ríða yfir með mestum látum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert