Yfirvöld í Sýrlandi segja börn meðal látinna

Tala látinna gæti hækkað.
Tala látinna gæti hækkað. AFP/Louai Beshara

Varnarmálaráðuneyti Sýrlands segir sjö manns, þar á meðal konur og börn, hafa látið lífið í loftárás Ísraelshers á íbúðarhúsnæði í höfuðborg Sýrlands, Damaskus, fyrir skömmu.

„Óvinurinn Ísrael hleypti af stað loftárás með íbúðarhúsnæði og verslanir að skotmarki í þéttbýlishverfinu Mazzeh og varð sjö að bana, þar á meðal konum og börnum,“ segir í tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu.

Viðbragðsaðilar á svæðinu leita enn manna og tala látinna gæti hækkað, segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert