Flugstjórinn lést í miðju flugi

Myndin er af Airbus A321-flugvél Turkish Airlines.
Myndin er af Airbus A321-flugvél Turkish Airlines. AFP/Ozan Kose

Airbus A350-þota á vegum Turkish Airlines nauðlenti á New York JFK-flugvellinum í Bandaríkjunum eftir að flugstjórinn veiktist skyndilega og lést á meðan á fluginu stóð.

Vélin hafði farið í loftið frá Seattle í vesturhluta Bandaríkjanna á þriðjudagskvöld að því er Yahya Ustun, talsmaður flugfélagsins, skrifar á X.

„Eftir árangurslausa tilraun til að veita fyrstu hjálp ákváðu flugmaður og aðstoðarflugmaður að nauðlenda vélinni en flugmaðurinn lést fyrir lendingu.“

Hinn 59 ára gamli flugmaður sem lést hafði starfað hjá Turkish Airlines frá árinu 2007.

Hann hafði staðist læknisskoðun í mars sem gaf engar vísbendingar um að hann ætti við heilsufarsvandamál að stríða að sögn talsmanns flugfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert