„Skrímsli á leiðinni“

Fellibylurinn Milton er á leiðinni að Tampa.
Fellibylurinn Milton er á leiðinni að Tampa. AFP/NOAA

Milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín áður en fellibylurinn Milton skellur á vesturströnd Flórída i Bandaríkjunum í kvöld.

Búist er við því að fellbylurinn, sem er flokkaður sem fimmta stigs fellibylur, verði sá öflugasti sem gengið hefur yfir svæðið í heila öld. Á rúmum 48 klukkustundum fór fellibylurinn úr því að vera hitabeltislægð í 5. stigs fellibyl. Gert er ráð fyrir að vindstyrkurinn geti náð allt að 70 metrum á sekúndu og honum mun fylgja gríðarlegt vatnsveður.

Óveðrið hefur leitt til stærsta rýmingarátaks Flórída-ríkis í mörg ár og hefur ríkisstjórinn, Ron DeSantis, varað við því að „skrímsli“ sé á leiðinni.

Óveðrið kemur innan við tveimur vikum eftir að fellibylurinn Helene skall á suðausturhluta Bandaríkjanna með þeim afleiðingum að að minnsta kosti 225 létust. Hundraða til viðbótar er saknað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert