Fjórir látnir og milljónir án rafmagns

Staðfest er að allavega fjórir hafi látist vegna fellibylsins Miltons sem gengið hefur yfir Flórída í Bandaríkjunum frá því í gær. Fellibylurinn er flokkaður sem stór þriðja stigs fellibylur, en samhliða miklu ofsaveðri hafa sjávarflóð ollið talsverðum skemmdum. Flóðin virðast hafa náð hámarki og er styrkur fellibylsins nú mun minni en áður og flokkast hann sem fyrsta stigs fellibylur.

Fellibylurinn náði landi í nótt og kom inn frá Mexíkóflóa. Hamfararnir núna eru aðeins tveimur vikum eftir að annar fellibylur, Helena, gekk yfir Flórídaskagann.

PUNTA GORDA - OCTOBER 10: In this aerial view, flood …
PUNTA GORDA - OCTOBER 10: In this aerial view, flood waters inundate a neighborhood after Hurricane Milton came ashore on October 10, 2024, in Flóð eru víða á Flórída vegna fellibylsins Miltons sem gekk yfir skagann í nótt og í dag. Fellibylurinn er nú kominn út á Atlantshaf, en einhvern tíma mun taka fyrir flóðin að sjatna. Allavega fjórir létust í óveðrinu og milljónir eru án rafmagns. AFP/Joe Raedle

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði að meira en þrjár milljónir íbúa ríkisins væru nú án rafmagns. Þá hefur verið staðfest að fjórir eru látnir vegna fellibylsins í St. Lucie-sýslu.

Fjöldi trjáa féll í ofsaveðrinu og þá fór þakið af hafnaboltavellinum Tropicana Field í St. Pétursborg.

Viðbragðsaðilar í um eins metra djúpu vatni á flóðasvæðum við …
Viðbragðsaðilar í um eins metra djúpu vatni á flóðasvæðum við Clearwater.ay. AFP/Bryan R. Smith

Á vesturströnd skagana fóru viðbragðsaðilar strax í birtingu að aðstoða íbúa sem voru fastir vegna flóða. Náði vatnshæðin einum metra. Búist er að við að vatnshæð flóðanna geti einnig náð svipaðri hæð víða á austurströnd skagans.

Þakið fór að mestu af íþróttaleikvangnum Tropicana Field.
Þakið fór að mestu af íþróttaleikvangnum Tropicana Field. AFP/Bryan R. Smith
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert