Harris drakk bjór í spjallþætti

Kamala Harris á kosningafundi.
Kamala Harris á kosningafundi. AFP/Kamil Krzaczynski

Ef Kamala Harris vinnur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er ljóst að ein breyting er vafalítið í vændum í Hvíta húsinu, þ.e. hún verður fyrsti forsetinn í átta ár sem þykir bjór góður.

Öfugt við Donald Trump og Joe Biden, fyrrverandi og núverandi forseta, sagðist Harris í bandarískum spjallþætti á þriðjudagskvöld þykja gott að fá sér bjór af og til.

„Til í að fá þér bjór með mér?“

Í þættinum opnaði hún dós af Miller High Life að áeggjan gestgjafans Stephens Colberts.

„Ég held að kosningar vinnist á útgeislun vegna þess að talað er um að fólk vilji bara einhvern sem það getur drukkið bjór með,“ sagði hann.

„Þannig að, værirðu til í að fá þér bjór með mér svo ég geti sagt fólki hvernig það er?“

Harris tók við bjórdósinni og sagði að hún hefði nýlega fengið sér bjór með eiginmanni sínum Doug Emhoff.

„Ókei, síðast þegar ég fékk mér bjór var á hafnaboltaleik með Doug,“ sagði hún um leið og hún opnaði dósina og bætti síðan við: „Skál“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert