Beit handlegg af konu

Konan liggur þungt haldin á sjúkrahúsi.
Konan liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Ljósmynd/Colourbox

Áströlsk kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að hundurinn hennar réðst á hana og beit annan handlegginn af henni.

Atvikið átti sér stað í bænum Townsville í Norður-Queensland, Að sögn yfirvalda hlaut konan, sem er 34 ára gömul, lífshættulega áverka.

Hún missti hægri handlegg fyrir neðan olnboga í árásinni.

Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu að það hefði ekki verið annað hægt en að skjóta hundinn á staðnum, að því er segir í umfjöllun breska útvarpsins.

Yfirlögregluþjónninn Scott Warrick sagði við blaðamenn að þegar lögreglan kom á vettvang þá hefði konan verið alblóðug fyrir utan húsið. Hundurinn, sem er sagður vera af tegundinni pit bull, hafi verið inni.

Aldrei séð annað eins

„Hann var mjög reiður, mjög árásargjarn [...] hann var enn að reyna að komast út.“

Lögreglumenn á staðnum sáu til þess að hundurinn kæmist ekki út á meðan þeir gerðu að sárum hennar í skyndi og biðu eftir sjúkrabíl. 

„Ég hef verið lögreglumaður í 37 ár [...] þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð svona alvarleg sár eftir árás hunds.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert