Kort: Trump styrkir stöðu sína

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, styrkir stöðu sína í nýjustu könnunum og þá er hann nú einnig talinn sigurstranglegri í veðbönkum.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­ferð Her­manns Nökkva Gunn­ars­son­ar, blaðamanns á mbl.is og Morg­un­blaðinu, í Spurs­mál­um í dag.

Ef litið er á kannanir þá eru stóru tíðindin í þessari viku þau að Trump mælist nú með forskot á Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, í mikilvægum sveifluríkjum eins og Pennsylvaníu og Michigan.

Leiðir í sex af sjö sveifluríkjum

Forskotið er þó lítið því fylgismunurinn er innan við eitt prósentustig í báðum ríkjum. Fyrir viku síðan mældist hann með forskot í Arizona, Georgíu og Norður-Karólínu og gerir hann það enn.

Þá mælist hann einnig með forskot í Nevada en það lá ekki fyrir þegar myndskeiðið var tekið upp.

Hann mælist því með forskot á Harris í sex af sjö sveifluríkjum og myndi það skila honum 302 kjörmönnum. Á sama tíma myndi Harris fá 236 kjörmenn.

Hér má sjá stöðuna í kjörmannakerfinu samkvæmt RealClearPolitics sem tekur …
Hér má sjá stöðuna í kjörmannakerfinu samkvæmt RealClearPolitics sem tekur saman meðaltal kannanna. Skjáskot/RealClearPolitics

Tekur forystuna í veðbönkum

RealClearPolitics tekur einnig saman meðaltal veðbanka og samkvæmt þeim þá eru nú tæplega 54% líkur á því að Trump sigri í kosningunum.

Þetta er talsvert breyting á því sem var fyrir viku síðan en um er að ræða hátt 10 prósentustiga sveiflu Trump í hag.

Hermann ítrekar í innslaginu að veðbankar segi ekki til um það hver vinni kosningarnar en að þróunin síðustu daga bendi þó til þess að Trump sé með vindinn í bakið á lokasprettinum.

Hér má sjá þróun veðbanka síðastliðinn mánuð.
Hér má sjá þróun veðbanka síðastliðinn mánuð. Skjáskot/RealClearPolitics

Gest­ir Spursmála að þessu sinni eru þau Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, og Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert