Reiðubúnir að „verja fullveldi sitt“

Amir Saeid Iravani, fulltrúi Írans í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, á …
Amir Saeid Iravani, fulltrúi Írans í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, á fundi 2. október. AFP/Bryan R. Smith

Íran­ir segj­ast vera „full­kom­lega reiðubún­ir til að verja full­veldi sitt“ ef erkióvin­ur þeirra Ísra­el ger­ir árás­ir í hefnd­ar­skyni á landið vegna flug­skeyta­árása Írans á Ísra­el 1. októ­ber.

Íran­ir skutu flug­skeyt­um á Ísra­el til að hefna sín á dráp­um Ísra­ela á tveim­ur af nán­ustu sam­starfs­mönn­um þeirra, Ham­as-leiðtog­an­um Ismail Han­iyeah og His­bollah-leiðtog­an­um Hass­an Nasrallah, ásamt ír­önsk­um hers­höfðingja.

Mynd af Hassan Nasrallah í miðjum húsarústum í úthverfi Beirút …
Mynd af Hass­an Nasrallah í miðjum hús­a­rúst­um í út­hverfi Beirút í gær. AFP

Yoav Gall­ant, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, hét því fyrr í vik­unni að svar þjóðar­inn­ar yrði „ban­vænt, ná­kvæmt og óvænt“.

Í ræðu í ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna í gær sagði full­trúi Írans, Amir Seeid Ira­vani, að Íran­ir væru „full­kom­lega til­bún­ir til að verja full­veldi sitt og landsvæði gegn hvaða of­beldi sem er þar sem beint er sjón­um gegn því sem er mik­il­vægt land­inu og ör­yggi þess”.

Ísraelskir hermenn á ferð skammt frá landamærum Ísraels og Líbanon …
Ísra­elsk­ir her­menn á ferð skammt frá landa­mær­um Ísra­els og Líb­anon í gær. AFP/​Jalaa Marey

Hann bætti því við að Íran vildi hvorki stríð né auka á ólgu á svæðinu en að landið áskildi sér rétt til sjálfs­varn­ar í sam­ræmi við alþjóðalög.

Abbas Arag­hchi, ut­an­rík­is­ráðherra Írans, sagði á svipuðum tíma í viðtali við Al Jazeera Ar­ab­ic í gær að „við vilj­um ekki stríð“ en „við erum ekki hrædd við það og við verðum til­bú­in í hvaða kring­um­stæður sem er“.

Abbas Araghchi.
Abbas Arag­hchi. AFP/​Fadel It­ani
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert