Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, átti fund með Frans páfa í Vatíkaninu í dag þar sem hann leitaði aðstoðar páfans við að tryggja endurkomu fullorðinna og barna sem Rússar hafa tekið til fanga í stríðinu.
Selenskí segir á samfélagsmiðlinum X að aðaláherslan á fundi hans með páfa hafi snúist um að koma úkraínsku fólki sem er í haldi Rússa aftur heim.
Selenski segir að blaðamenn, opinberar persónur, samfélagsleiðtogar og venjulegt fólk, sem Rússar hafa handtekið, dvelji í rússneskum fangelsum og í sérstökum búðum.
Þetta var annar einkafundur Selenskí með Frans páfa frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022.
Páfinn hefur ítrekað hvatt til friðar og hefur reynt að gegna miðlunarhlutverki í átökunum, þótt tilraunir hans hafi enn ekki skilað neinum árangri.
For all of us in Ukraine, the issue of captured and deported people remains incredibly painful. These are adults and children, many civilians who are now held in prisons and camps in Russia.
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 11, 2024
Yesterday, it was reported that Ukrainian journalist Viktoria Roshchyna died in Russian… pic.twitter.com/9AECwB6ncY