Sjö unglingspiltar létust í umferðarslysi

Ökumaður vörubílsins var fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús.
Ökumaður vörubílsins var fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús. Ljósmynd/Wikipedia.org

Sjö menntaskólapiltar og ökumaður létust í árekstri í austurhluta Suður-Afríku í dag að sögn yfirvalda.

Ökutækið sem piltarnir voru í lenti á vörubíl á hraðbraut norðaustur af strandborginni Durban. Þeir fórust allir í slysinu sem og ökumaður en ökumaður vörubílsins var fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús.

Í yfirlýsingu frá samgönguskrifstofu KwaZulu-Natal-héraðsins virðist ökumaður fólksbílsins hafi misst stjórn á honum og lenti framan á vörubílnum sem ók í gagnstæða átt.

Þrátt fyrir eitt þróaðasta vegakerfi álfunnar eru umferðarslys tíð í Suður-Afríku og meira en 6.400 manns létust í umferðarslysum í landinu árið 2019 samkvæmt tölum hagstofu S-Afríku.

Í júlí létust 12 börn þegar smárúta sem flutti þau í skóla nálægt Jóhannesarborg valt og kviknaði í henni eftir að hafa orðið fyrir öðru ökutæki og í ágúst létust sex börn eftir að lest rakst á skólabíl nálægt Middelburg, um 180 kílómetra norðaustur af Jóhannesarborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert