Bandarískar hersveitir gerðu loftárásir á fjölda herbúða Íslamska ríkisins (ISIS) í Sýrlandi í gærmorgun.
Frá þessu greinir bandaríski herinn á samfélagsmiðlinum X.
Segir þar að árásirnar muni trufla getu ISIS við að skipuleggja og framkvæma árásir á Bandaríkin, bandamenn þeirra sem og óbreytta borgara.
Haft er eftir bandaríska hernum að ekkert bendi til mannfalls óbreyttra borgara í árásunum.
Bandaríski herinn er með um 900 hermenn í Sýrlandi sem hluti af alþjóðlegu bandalagi sem stofnað var árið 2014 til að hjálpa til við að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum sem höfðu tekið yfir víðfeðm svæði í Sýrlandi og Írak.
U.S. Central Command conducts airstrikes against multiple ISIS camps in Syria. pic.twitter.com/i8Nqn1K97p
— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 12, 2024