Gerðu loftárásir á herbúðir ISIS-liða

Ekkert bendir til mannfalls óbreyttra borgara í loftárásum Bandaríkjanna. Myndin …
Ekkert bendir til mannfalls óbreyttra borgara í loftárásum Bandaríkjanna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Bandarískar hersveitir gerðu loftárásir á fjölda herbúða Íslamska ríkisins (ISIS) í Sýrlandi í gærmorgun.

Frá þessu greinir bandaríski herinn á samfélagsmiðlinum X.

Segir þar að árásirnar muni trufla getu ISIS við að skipuleggja og framkvæma árásir á Bandaríkin, bandamenn þeirra sem og óbreytta borgara.

Haft er eftir bandaríska hernum að ekkert bendi til mannfalls óbreyttra borgara í árásunum.

Bandaríski herinn er með um 900 hermenn í Sýrlandi sem hluti af alþjóðlegu bandalagi sem stofnað var árið 2014 til að hjálpa til við að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum sem höfðu tekið yfir víðfeðm svæði í Sýrlandi og Írak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert