Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur kallað eftir því að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í suðurhluta Líbanon verði fjarlægðir undir eins.
Fimm friðargæsluliðar hafa særst í árásum Ísraels á síðustu dögum sem hefur leitt til mikillar gagnrýni frá þjóðarleiðtogum.
Hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti til að mynda sagt að friðargæsluliðarnir hafi verið skotmarkið og að árásir á þá hafi ekki verið tilviljunarkenndar.
Netanjahú biðlaði í dag til framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að koma friðargæsluliðum sínum af svæðinu og það strax.