Trump muni ekki spila golf fyrr en eftir kosningar

Trump hefur ekki spilað golf síðan í september.
Trump hefur ekki spilað golf síðan í september. AFP/Mario Tama/Getty Images

Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, hefur ekki spilað golf síðan Ryan Wesley Routh var handtekinn grunaður um að hafa ætlað að ráða honum bana.

Bandaríska fréttaveitan ABC greinir frá. 

Þann 15. sept­em­ber kom Routh sér fyr­ir með hríðskotariff­il í runna á jaðri golf­vall­ar Trumps í West Palm Beach í Flórída, þar sem Trump var að spila golf. Meðlim­ur í ör­ygg­is­sveit Trumps kom auga á Routh, skaut nokkr­um skot­um í átt að hon­um og Routh flúði vett­vang­. Hann var hand­tek­inn skömmu síðar.

Ekki er búist við að Trump fari aftur á golfvöllinn fyrr en ný öryggisáætlun liggi fyrir. Heimildir ABC segja að búist sé við að hún taki gildi eftir kosningar, en Bandaríkjamenn kjósa sér forseta 5. nóvember.

Trump á nokkra golfvelli og spilar golf almennt reglulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert