„Erfið og sársaukafull“ árás á þjálfunarbúðir

Sjúkrabíll yfirgefur vettvang drónaárásarinnar í gær.
Sjúkrabíll yfirgefur vettvang drónaárásarinnar í gær. AFP/Oren ZIV

Ísraelskur hershöfðingi sagði í morgun að drónaárás Hisbollah-samtakanna á þjálfunarbúðir hersins þar sem að minnsta kosti fjórir voru drepnir í gær hefði verið „erfið og sársaukafull“.

„Við erum í stríði og árás á þjálfunarbúðir okkar í okkar heimalandi er erfið og útkoman er sársaukafull,” sagði hershöfðinginn Herzi Halevi við hermenn er hann heimsótti búðirnar, sem eru á svæðinu Binyamina, suður af borginni Haifa.

Yfir 60 særðust í árásinni, að sögn viðbragðsaðila.

Lögreglan stöðvar umferð nálægt staðnum þar sem árásin var gerð.
Lögreglan stöðvar umferð nálægt staðnum þar sem árásin var gerð. AFP/Oren ZIV

Árásin er sú mannskæðasta á ísraelska herstöð síðan 23. september.

15 látnir eftir árás á skóla

Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 15 séu látnir eftir loftárás Ísraelshers í gær á skóla sem notaður var sem skjól fyrir fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Á meðal þeirra sem létust voru heilu fjölskyldurnar.

51 drepinn í loftárásum á Líbanon í gær

Líbanska heilbrigðisráðuneytið segir að 51 hafi verið drepinn í loftárásum sem Ísraelshers gerði víðs vegar um landið í gær. 174 til viðbótar særðust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka