Leggja hald á eignir rússneskra viðskiptajöfra

Talið er að Rússarnir hafi reynt að fela slóð fjármagns …
Talið er að Rússarnir hafi reynt að fela slóð fjármagns sem þeir notuðu til þess að festa kaup á eignum í Frakklandi. Ljósmynd/Colourbox

Dómstólar í Frakklandi hafa lagt hald á eignir tveggja rússneskra viðskiptajöfra. Eignirnar nema til samans rúmum 70 milljónum evra, eða um tíu milljörðum íslenskra króna.

Talið er að Rússarnir hafi reynt að fela slóð fjármagns sem þeir notuðu til þess að festa kaup á eignum í Frakklandi. 

Rannsókn var hleypt af stað í mars og hafa niðurstöður hennar gefið dómstólum heimild til þess að leggja hald á eignir Rússanna, þar á meðal á fasteignir þeirra og sveitasetur í landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert