Borgarstjórinn og fjórir aðrir látnir

Frá borginni Nabatiyeh í morgun.
Frá borginni Nabatiyeh í morgun. AFP/Abbas Fakih

Heilbrigðisráðuneytið í Líbanon segir minnst fimm hafa látið lífið í árás Ísraelshers á borgina Nabatiyeh í suðurhluta landsins. Meðal hinna látnu er borgarstjórinn Ahmad Kahil.

Viðbragðsaðilar eru enn á vettvangi að leita að fólki í rústum byggingar sem ísraelskar eldflaugar hæfðu. 

Ísraelsher skaut minnst ellefu eldflaugum á Nabatiyeh og nágrenni í morgun, að sögn yfirvalda í Líbanon. 

50 eldflaugum skotið að Ísrael

Ísraelsher gerði einnig árás á Beirút, höfuðborg Líbanon, í morgun. Fimm dagar eru liðnir frá síðustu árásum hersins.

Snemma í morg­un sagði Ísra­els­her að um 50 eld­flaug­um hefði verið skotið að Norður-Ísra­el frá Líb­anon. Ekk­ert mann­fall hef­ur verið til­kynnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert