Hafa mögulega fellt leiðtoga Hamas

Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas. Ísraelsher athugar nú hvort hann hafi …
Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas. Ísraelsher athugar nú hvort hann hafi verið felldur í aðgerðum hersins á Gasa. AFP

Mögulegt er að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-hryðjuverkasamtakanna, hafi verið felldur í hernaðaraðgerð ísraelska hersins á Gasaströndinni fyrr í dag.

Ísraelski herinn segist vera að athuga hvort Sinwar hafi fallið.

Sinwar var valinn nýr stjórnmálaleiðtogi Hamas í kjölfar þess að Ismail Haniyeh, fyrrverandi stjórnmálaleiðtogi samtakanna, var drepinn í loftárás Ísraels í Tehran, höfuðborg Íran, í júlí.

Sinw­ar fædd­ist árið 1962 í Khan Youn­is-flótta­manna­búðunum í suður­hluta Gasa. Hann var einn stofn­anda al-Qassam-her­deild­anna og Majd, sem held­ur utan um innri ör­ygg­is­mál hernaðar­vængs Ham­as á Gasa­svæðinu.

Þá fór hann með stjórn á Gasa síðan árið 2017. Hann hafði verið skil­greind­ur sem alþjóðleg­ur hryðju­verkamaður af banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu síðan árið 2015 og var tal­inn vera einn skipu­leggj­anda árásar Ham­as á Ísra­el þann 7. októ­ber í fyrra.  

Hann var hand­tek­inn af Ísra­els­mönn­um árið 1988 fyr­ir hryðju­verk­a­starf­semi og var í kjöl­farið dæmd­ur í fjór­falda ævi­langa fang­elsis­vist. Hon­um var hins veg­ar sleppt úr haldi þegar um eitt þúsund palestínsk­um ar­ab­ísk­um Ísra­el­um var sleppt úr haldi í skipt­um fyr­ir ísra­elska her­mann­inn Gilad Shalit, sem Ham­as hafði í haldi í fimm ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert