Sjö létust er landgangur féll saman

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Sjö létust er landgangur féll saman á hátíð á eyju í Georgíuríki í gær.

Að minnsta kosti 20 manns köstuðust úti í sjó við Sapelo–eyju er gangurinn féll saman. Óvíst er hversu margir eru slasaðir.

Fólk var saman komið til þess að fagna Gullah-Geechee samfélaginu, það eru afkomendur Afríkubúa sem voru í þrældómi á plantekrum Suðurríkjanna. 

Rannsókn er hafin á slysinu. Ekki er vitað af hverju landgangurinn féll saman. 

Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi, sendi frá sér yfirlýsingu vegna slyssins þar sem hún sagði að þrátt fyrir þessa hörmung yrði Gullah-Geechee samfélaginu áfram fagnað. 

Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, sagðist vera harmi sleginn vegna slyssins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert