Rafmagnslaust í fjóra sólarhringa

Rafmagnsleysið hefur varað í fjóra daga.
Rafmagnsleysið hefur varað í fjóra daga. AFP

Um það bil helmingur íbúa Kúbu er aftur kominn með rafmagn að sögn forvarsmanna ríkisorkufyrirtækis landsins. Alls eru liðnir fjórir dagar frá því rafmagn fór af öllu landinu og hafa yfirvöld átt í mesta basli með að koma því aftur á. 

Orkufyrirtækið greinir frá þessum tíðindum í ríkisfréttamiðlinum Cubadebate í dag. Íbúar Kúbu eru um 10 milljónir talsins. 

AFP

Rafmagnið fór af á föstdag í kjölfar bilunar í stærsta raforkuveri landsins. Talsmenn stjórnvalda telja að rafmagnið verði að mestu komið aftur á um land allt í lok dags. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert