Blinken kominn til Ísraels: Ellefta ferðin

Blinken stígur upp í flugvél á leið sinni til Mið-Austurlanda.
Blinken stígur upp í flugvél á leið sinni til Mið-Austurlanda. AFP/Nathan Howard

Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, kom til Ísra­els í morg­un til að þrýsta á um vopna­hlé á Gasa­svæðinu eft­ir að rík­is­stjórn hans kallaði eft­ir enda­lok­um stríðsins í Líb­anon „eins fljótt og auðið er“.

Þetta er ell­efta ferð Blin­kens til Mið-Aust­ur­landa síðan Ham­as-sam­tök­in réðust á Ísra­el fyr­ir rúmu ári síðan sem hratt af stað stríðinu á Gasa­svæðinu. Þetta er jafn­framt fyrsta ferð hans á svæðið síðan átök Ísra­els og His­bollah-sam­tak­anna hörðnuðu seint í síðasta mánuði.

Blin­ken mun hitta Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og fleiri hátt­setta ísra­elska emb­ætt­is­menn á sama tíma og Ísra­el­ar íhuga viðbrögð sín við flug­skeyta­árás Írans á landið 1. októ­ber.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els. AFP/​Amir Cohen

Fyrri til­raun­ir Banda­ríkj­anna til að binda enda á stríðið á Gasa­svæðinu hafa mistek­ist, rétt eins og til­raun und­ir for­ystu Joes Bidens Banda­ríkja­for­seta og Emm­anu­els Macrons Frakk­lands­for­seta sem átti að tryggja tíma­bundið vopna­hlé í Líb­anon.

Að lok­inni heim­sókn­inni til Ísra­els mun Blin­ken ferðast til Jórdan­íu á miðviku­dag til að ræða mannúðaraðstoð fyr­ir Gasa­svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert