Hisbollah skutu á Tel Aviv og Haifa

Reykur stígur upp í suðurhluta Beirút eftir loftárásir Ísraela í …
Reykur stígur upp í suðurhluta Beirút eftir loftárásir Ísraela í gær. AFP/Fadel Itani

His­bollah-sam­tök­in í Líb­anon segj­ast hafa skotið á bygg­ing­ar ísra­elskra stjórn­valda út­hverf­um borg­ar­inn­ar Tel Aviv í morg­un, þar á meðal miðstöð leyniþjón­ust­unn­ar. Einnig skutu þau á bækistöðvar flug­hers­ins í borg­inni Haifa í norður­hluta Ísra­els.

Fjór­ir drepn­ir í loft­árás­um Ísra­ela

Árás­irn­ar voru gerðar eft­ir mikl­ar loft­árás­ir Ísra­ela á suður­hluta Beirút, höfuðborg­ar Líb­anons, og ná­grenni. Að sögn yf­ir­valda voru fjór­ir drepn­ir, þar á meðal eitt barn, í árás­um skammt frá stærsta sjúkra­húsi lands­ins.

Ísra­els­her sagði í yf­ir­lýs­ingu að sprengi­kúl­um hefði verið skotið um fimm sinn­um yfir landa­mær­in frá Líb­anon í morg­un og að meiri­hlut­inn hefði verið skot­inn niður.

Her­inn sagðist í gær ætla að halda áfram að herja á vígi His­bollah víðs veg­ar um Líb­anon. Sagðist hann hafa hitt um 300 skot­mörk síðastliðinn sól­ar­hring, þar á meðal fjár­mála­fyr­ir­tæki með tengsl við His­bollah.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert