Ákvörðun í máli Watsons tekin í dag

Paul Watson árið 2015.
Paul Watson árið 2015. AFP/Miguel Medina

Héraðsdómur í Nuuk í Grænlandi mun í dag ákveða hvort aðgerðasinninn Paul Watson verði áfram í gæsluvarðhaldi.

Gæsluvarðhaldið var framlengt í byrjun mánaðarins og á að renna út í dag.

„Að sjálfsögðu munum við fara fram á að honum verði sleppt úr haldi. En því miður, ef maður á að vera raunsær, þá er hugsanlegt að það gerist ekki,“ sagði Julie Stage, lögmaður Watsons.

Wat­son var hand­tek­inn í Nuuk í júlí á grund­velli alþjóðlegr­ar hand­töku­skip­un­ar sem alþjóðalög­regl­an In­terpol gaf út að beiðni Jap­ana. Hann hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan á meðan dönsk stjórn­völd hafa fjallað um framsals­kröfu Jap­ana.

Hand­töku­til­skip­un Jap­ana á hend­ur Wat­son var gef­in út árið 2010 eft­ir að hann reyndi að koma í veg fyr­ir hval­veiðar jap­anskra veiðimanna á Suður­heim­skaut­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert