Nokkrir látnir eftir hryðjuverk í Tyrklandi

Lögreglubílar og sjúkrabílar fyrir utan höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries (TAI).
Lögreglubílar og sjúkrabílar fyrir utan höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries (TAI). Ljósmynd/X

Nokkrir eru látnir og margir slasaðir eftir að sprenging átti sér stað fyrir utan fyrirtæki í flugvéla- og varnarmálaiðnaði nálægt Ankara, höfuðborg Tyrklands, í dag. Árásinni hefur verið lýst sem hryðjuverki.

„Hryðjuverk var framið gegn tyrkneska loftrýmisiðnaðinum og því miður höfum við píslarvotta og slasað fólk,“ skrifaði Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, á dreifimiðilinn X.

Sprengingin varð fyrir utan höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries (TAI) í Kahramankazan sem er 28 km norðvestur af Ankara. Mikill reykur sást framan við innganginn og samkvæmt umfjöllun staðbundinna fjölmiðla heyrðust byssuskot.

Mansur Yavas, borgarstjóri Ankara, sagði í yfirlýsingu að hann væri mjög sorgmæddur yfir fréttunum og fordæmdi hryðjuverk.

Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér.

Uppfært klukkan kl. 15.20:

Tyrkneski innanríkisráðherrann hefur staðfest að þrír hafi látið lífið og 14 særst í árásinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert