Harris kallaði Trump fasista

Samsett mynd af Harris og Trump.
Samsett mynd af Harris og Trump. AFP/Jeff Kowalsky og Mandel Ngan

Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, kallaði Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, fasista í gær og varaði við því að andstæðingur sinn í forsetakosningunum væri „sífellt óstöðugri“ á viðburði sem sjónvarpsstöðin CNN hélt.

Þetta sagði Harris þegar hún svaraði spurningu um hæfi Trumps sem forseta og meintra ummæla hans um Adolf Hitler.

„Þeim er einnig annt um lýðræðið okkar og að eiga ekki forseta Bandaríkjanna sem dáist að einræðisherrum og er fasisti,“ sagði Harris og átti þar við áhyggjur sumra bandarískra kjósenda.

Trump á kosningafundi í gær.
Trump á kosningafundi í gær. AFP/Anna Moneymaker

Áður hafði fyrrverandi starfsmannastjóri Donalds Trumps, talað um hversu vel Trump hefði á sínum tíma talað um Adolf Hitler.

Trump brást við á samfélagsmiðli sínum Truth Social með því að skrifa: „Það er komin aukin ákefð í hennar málflutning, með því að ganga svo langt að kalla mig Adolf Hitler,“ skrifaði hann og talaði um að Harris væri með „brenglaðan hugsunarhátt“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert