Geimfari lagður inn á sjúkrahús eftir heimkomu

Líðan mannsins er stöðug.
Líðan mannsins er stöðug. AFP/Getty Images/Miguel J. Rodriguez

Geimfari frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, sem kom heim frá alþjóðlegu geimstöðinni fyrr í dag, hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna óskilgreindra veikinda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá NASA, en þar segir einnig að líðan viðkomandi sé stöðug.

Fjórir geimfarar voru í leiðangrinum og lenti geimfarið, sem nefnt hef­ur verið Drek­inn (e. the Dragon), í sjónum undan ströndum Flórída fyrr í dag. Geimfararnir höfðu verið um borð í geimstöðinni á braut um jörðu í tæpa átta mánuði.

Geim­farið lenti eðlilega og geimförunum var bjargað án vandkvæða, að því er segir í tilkynningu NASA.

Allir voru fluttir í nánari skoðun

En við hefðbundið læknismat á áhöfninni var óskað eftir viðbótarmati á áhöfninni til að gæta allrar varkárni. Allir geimfarar voru því fluttir á sjúkrahús til nánari skoðunar.

Í kjölfarið var þremur frjálst að fara en einum haldið inn á sjúkrahúsi „í eftirliti í varúðarskyni“.

NASA sagðist ekki ætla að gefa upp sérstakar læknisfræðilegar upplýsingar til að vernda einkalíf geimfarans en myndi veita nánari upplýsingar eftir þörfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert