Ísrael ræðst á Íran

Mynd úr safni, frá árásum Ísraels á Líbanon.
Mynd úr safni, frá árásum Ísraels á Líbanon. AFP

Ísraelski herinn hefur hafið eldflaugaárásir á Íran. Sprengingar hafa heyrst nærri höfuðborginni Teheran.

Herinn kveðst í yfirlýsingu vera að gera hnitmiðaðar árásir gegn hernaðarskotmörkum í landinu.

Tekið er fram að um sé að ræða svar við endurteknum árásum klerkastjórnarinnar í Íran gegn Ísraelsríki á undanförnum mánuðum.

Fullur viðbúnaður

Þá er þess sérstaklega getið að Ísraelsher sé nú við öllu búinn, hvort sem er til varnar eða árásar.

Íranskir ríkismiðlar segja sprengingar hafa orðið vestur af Teheran.

Í Sýrlandi greina ríkismiðlar frá því að loftvarnir landsins hafi stöðvað það sem þeir kalla óvinveitt skotmörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert