Rannsókn hætt: „Hún hefur ekkert gert rangt“

Sissel Knutsen Hegdal sagði af sér embætti borgarstjóra vegna málsins.
Sissel Knutsen Hegdal sagði af sér embætti borgarstjóra vegna málsins. Ljósmynd/Heimasíða Stavanger

Norska lögreglan hefur hætt rannsókn á máli Sissel Knutsen Hegdal, fyrrverandi borgarstjóra Stavanger.

Norska ríkisútvarpið greinir frá. 

Málið snerist um mögulegan fjárdrátt Hegdal. Grunur var um að hún hefði notað fjármuni borg­ar­stjórn­ar­flokks Høyre-flokksins í eigin þágu. 

Lögregla yfirheyrði Hegdal og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri grundvöllur til að halda áfram með málið. Vísar lögregla til strangra sönnunarskyldu í sakamálum.

Halvard Helle, lögmaður Hegdal, segir það ekki hafa verið auðvelt fyrir Hegdal að vera til rannsóknar hjá lögreglu. Hann segir niðurstöðu lögreglu um að hætta rannsókn ekki koma sér á óvart. 

„Niðurstaðan er skýr: Hún hefur ekkert gert rangt,“ segir Halle. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert