Særði fjóra í hnífaárás í stórmarkaði

Rússneskir lögreglumenn.
Rússneskir lögreglumenn. AFP

Maður vopnaður hnífi gerði árás í stórmarkaði í Sankti Pétursborg í norðvesturhluta Rússlands í dag og særði fjóra.

„Fjögur fórnarlömb með sár af mismunandi alvarleika voru flutt á sjúkrahús og hinn grunaði er í haldi,“ segir í yfirlýsingu frá lögregluyfirvölduum í Sankti Pétursborg en tildrög árásarinnar eru óljós.

Irina Vold, talsmaður lögreglunnar, segir að lögreglumenn hafi afvopnað árásarmanninn.

Hafin er rannsókn á morðtilraun en þótt hnífaglæpir séu algengir í Rússlandi eru slíkar árásir þar sem almenningur er saman komin sjaldgæfar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert