Segja yfir 20 látna eftir loftárásir á heimili

Karlmaður virðir fyrir sér húsarústir eftir loftárásirnar á Khan Yunis …
Karlmaður virðir fyrir sér húsarústir eftir loftárásirnar á Khan Yunis í morgun. AFP/Bashar Taleb

Að minnsta kosti 20 manns voru drepnir í loftárásum Ísraela á tvö heimili í borginni Khan Yunis á Gasasvæðinu, að sögn varnarmálastofnunar svæðisins.

Fjórtán voru drepnir í árás á heimili Al-Fara-fjölskyldunnar og sex til viðbótar í annarri loftárás, að sögn talsmanns stofnunarinnar Mahmud Bassal.

Viðbragðsaðilar á sjúkrastofnuninni Nasser Medical staðfestu fjölda látinna á Al-Fara-heimilinu og gáfu þeir upp nöfn þeirra sem dóu.

Sorgmæddur ættingi hjá líkum barna sem voru drepin í loftárásunum …
Sorgmæddur ættingi hjá líkum barna sem voru drepin í loftárásunum á Khan Yunis í morgun. AFP/Bashar Taleb

Fimm ísraelskir hermenn drepnir

Ísraelsher sagði í morgun að fimm hermenn hefðu verið drepnir og tveir til viðbótar særst alvarlega í bardögum í suðurhluta Líbanons í gær.

Alls hafa 32 ísraelskir hermenn fallið í Líbanon síðan Ísraelsher hóf landhernað þar 30. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert