Árásin hafi valdið takmörkuðum skaða

Tveir hermenn létust í árás Ísraela í Íran.
Tveir hermenn létust í árás Ísraela í Íran. AFP/Atta Kenare

Ísraelar segjast hafa lokið eld­flauga­árás­ á Íran. Árásin beindist að herstöðvum í vestur- og suðvesturhluta Teheran, höfuðborg Íran. 

Írönsk stjórnvöld segja árásina hafa valdið takmörkuðum skaða. Hins vegar hafi tveir hermenn látið lífið.

Ísraelar höfðu heitið því að hefna sín á Írönum vegna eldflaugaárásar þeirra 1. október. Einn lést í árásinni.

Þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig um árásina í nótt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði meðal annars að Íranar ættu ekki að bregðast við árásinni.

Þá hafa ríki í Mið-Austurlöndum fordæmt árásina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert