Geimfarinn útskrifaður af sjúkrahúsi

Geimfarinn fer nú aftur til John­son geim­ferðamiðstöðvarinnar í Houston.
Geimfarinn fer nú aftur til John­son geim­ferðamiðstöðvarinnar í Houston. AFP/Getty Images/Miguel J. Rodriguez Carrillo

Geim­farinn frá banda­rísku geim­ferðastofn­un­inni NASA sem var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir heimkomu frá alþjóðlegu geimstöðinni hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

ABC News greinir frá.

„Eftir að hafa dvalið í Ascension Sacred Heart Pensacola [sjúkrahús] í Flórída var geimfarinn útskrifaður og hann sendur aftur til Johnson geimferðamiðstöðvarinnar í Houston á laugardag. Áhafnarmeðlimurinn er við góða heilsu og mun hefja hefðbundna aðlögun eftir flugið með öðrum úr áhöfninni,“ segir í yfirlýsingu frá NASA.

Voru á braut um jörðu í tæpa átta mánuði

Fjór­ir geim­far­ar voru í leiðangr­in­um og lenti geim­farið, sem nefnt hef­ur verið Drek­inn (e. the Dragon), í sjón­um und­an strönd­um Flórída í gær. Geim­far­arn­ir höfðu verið um borð í geim­stöðinni á braut um jörðu í tæpa átta mánuði.

Við hefðbundið lækn­ismat á áhöfn­inni í gær var óskað eft­ir viðbót­armati á áhöfn­inni til að gæta allr­ar var­kárni. All­ir geim­far­ar voru því flutt­ir á sjúkra­hús til nán­ari skoðunar.

Í kjöl­farið var þrem­ur frjálst að fara en ein­um haldið inni á sjúkra­húsi „í eft­ir­liti í varúðarskyni“. Eins og fyrr segir þá er nú búið að útskrifa hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert