Íran eigi rétt á að verja sig

Frá höfuðborg Írans, Tehran.
Frá höfuðborg Írans, Tehran. AFP

„Íran hefur rétt og skyldu til að verjast erlendum árásum,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Íran. Kemur tilkynningin í kjölfar eldflaugaárása Ísraela á Íran í nótt.

Þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig um árásina í nótt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði meðal annars að Íranar ættu ekki að bregðast við árásinni.

Fordæma aðgerðarleysi gegn Ísrael

Þá hafa ríki í Mið-Austurlöndum fordæmt árásina. Hefur t.a.m. Írak fordæmt þögn alþjóðasamfélagsins og aðgerðarleysi annarra ríkja gegn Ísrael og árásum þeirra.

Í yfirlýsingu frá talsmanni ríkisstjórnar Írak eru Ísraelar sakaðir um að halda áfram árásargjarnri stefnu sinni og víkka út átök í Mið-Austurlöndum með árásum sem þeir framkvæma refsilaust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert