Þrír látnir eftir sprengingu á Spáni

Sprengingin varð í borginni Santander á Spáni.
Sprengingin varð í borginni Santander á Spáni. AFP

Þrír létust og tíu særðust er íbúðarbygging hrundi í borginni Santander á Spáni í morgun sökum sprengingar.

Spænski miðillinn El Mundo greinir frá.

Atvikið átti sér stað um klukkan fjögur á staðartíma í morgun og eru átta ára gömul stúlka og fjórtán ára gamall strákur á meðal hinna særðu. 

Orsök ekki komin í ljós

Að sögn bæjarstjóra Santander, Gema Igual, er enn ekki vitað hver orsök sprengingarinnar er en í kjölfar hennar hafi kviknað í þriggja hæða byggingu þar sem gætu hafa verið um 20 íbúar. 

Íbúar úr nærliggjandi byggingum voru fluttir á brott í varúðarskyni og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í borginni voru tíu fluttir á spítala og hafa tveir þeirra þegar verið útskrifaðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert