Depardieu bað um frestun

Franski leikarinn Gerard Depardieu.
Franski leikarinn Gerard Depardieu. AFP/Tiziana Fabi

Franski leikarinn Gerard Depardieu óskaði í morgun eftir því að réttarhöldum yfir sér yrði frestað.  Hann sagðist ekki geta mætt í dómsalinn vegna heilsuleysis.

Leikarinn er þekktasti einstaklingurinn úr franska kvikmyndaheiminum sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot eftir að #Metoo-hreyfingin hófst árið 2017.

Depardieu í Argentínu árið 2016.
Depardieu í Argentínu árið 2016. AFP

Depardieu, sem er 75 ára, átti að mæta í dómsal klukkan 12.30 í dag. Nokkrum klukkutímum áður en réttarhöldin áttu að hefjast sagði lögmaður hans, Jeremie Assous, að leikarinn gæti ekki verið viðstaddur. Læknar hans hefðu bannað honum það sökum veikinda. Óskaði hann því eftir frestun.

Depardieu er sakaður um að hafa beitt tvær konur kynferðisofbeldi á meðan á kvikmyndatökum stóð árið 2021. Nöfn kvennanna hafa ekki verið gerð opinber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert