Þórdís Kolbrún með böggum hildar

Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra er þyngt af gangi mála …
Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra er þyngt af gangi mála í Georgíu. mbl.is/Ólafur Árdal

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kveðst í pistli á samfélagsmiðlinum X með böggum hildar yfir kosningunum umdeildu í Georgíu í gær þar sem stjórnarflokkurinn Georgíski draumurinn bar sigur úr býtum.

„Skýrsla [Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu/Skrifstofu ÖSE fyrir lýðræðislegar stofnanir og mannréttindi] um kosningarnar í Georgíu veldur mér áhyggjum,“ skrifar ráðherra. „Gera ber grein fyrir öllu sem kveikir grunsemdir. Heilindi kosninga eru fyrir öllu. Frjálsar og réttlátar kosningar eru undirstaða lýðræðis.

Eins og mbl.is greindi frá í dag hefur Georgíski draumurinn verið við völd í tólf ár og þróast frá upprunalegu frjálslyndi flokks sem var áfram um að efla tengslin við Vesturlönd yfir í forræðishyggjuþrungið stjórnmálaafl sem batt trúss sitt í æ ríkara mæli við Rússland.

Draumur um meirihluta sæta

Hlaut Georgíski draumurinn 53,92 prósent talinna atkvæða og hlýtur miðað við það hlutfall 89 af 150 sætum georgíska þingsins.

Innan Evrópusambandsins hafa áhyggjur af stjórnmálaástandinu í Georgíu verið viðraðar um nokkurt skeið og er nú í umræðunni að sambandið taki fyrir ferðir georgískra ríkisborgara um ríki þess án vegabréfsáritunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert