Sameinast gegn glæpagengjum

Frá vinstri: Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, Mette Frederiksen og Ulf …
Frá vinstri: Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, Mette Frederiksen og Ulf Kristersson. AFP/Halldór Kolbeins

Norðurlöndin hafa heitið því að berjast í sameiningu gegn glæpagengjum.

Forsætisráðherrar Norðurlandaráðs, sem hafa fundað hér á landi, kenndu glæpahópum sem hafa ráðið til sín ungmenni úr fjölskyldum innflytjenda um aukið ofbeldi á milli landamæra.

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði viðræðurnar á milli landanna hafa „miðast við að auka samstarf okkar til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi á milli landa“.

Þetta sagði hann eftir fund með ráðherrum Danmerkur, Finnlands, Íslands og Noregs á sama tíma og stefna í innflytjendamálum víðs vegar um Evrópu er að færast yfir til hægri.

Svíar hafa átt erfitt með að stemma stigu við skotárásum og sprengingum gengja, sem embættismenn segja stunda það að fá til liðs við sig börn úr fátækum innflytjendafjölskyldum.

Greint hefur verið frá ofbeldi tengt sænskum gengjum bæði í Noregi, Danmörku og á Íslandi.

Frá vinstri: Mette Frederiksen, Ulf Kristersson, Volodimír Selenskí Úkraínuforseti, Petteri …
Frá vinstri: Mette Frederiksen, Ulf Kristersson, Volodimír Selenskí Úkraínuforseti, Petteri Orpo, forseti Finnlands, og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. AFP/Halldór Kolbeins

„Þekkt sænskt vandamál“

Kristersson sagði ofbeldi glæpagengja vera „vel þekkt sænskt vandamál“ sem hefði dreift sér til nágrannaríkjanna. „Okkar markmið er að stöðva þau, ekki reka þau úr landi.“

Í ágúst tilkynntu Danir að þeir ætluðu að herða eftirlit með landamærunum að Svíþjóð í baráttu sinni gegn gengjunum. 

„Þetta er að versna. Það er verið að fá glæpamenn í Svíþjóð til að fara til Danmerkur til að fremja alvarlega glæpi í Danmörku, sérstaklega Kaupmannahöfn. Þetta er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka