Sporvagn hafnaði inni í verslun í Ósló

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. AFP

Enginn slasaðist alvarlega þegar sporvagn fór út af sporinu í miðborg Óslóar í Noregi í dag. Sjónarvottar greina frá því að hár hvellur hafi heyrst þegar fremsti vagninn endaði inni í nærliggjandi verslun. 

Talsmaður lögreglunar segir í samtali við VG í Noregi að um slys hafi verið að ræða. Ekki leiki grunur á um að átt hafi verið við vagninn. 

AFP

Atvikið átti sér stað rétt eftir kl. 11 að staðartíma (kl. 10 að íslenskum tíma). Þá barst tilkynning um að sporvagn hefði farið út af sporinu og ekið inn í verslun við Storgata í miðborg norsku höfuðborgarinnar. 

AFP

Fjórir slösuðust

Um 20 manns voru um borð í vagninum þegar slysið varð. Fjórir slösuðust, þar á meðal ökumaður sporvagnsins. 

Lögreglan tekur fram að enginn hafi hlotið alvarlega áverka, en fólkið var flutt á slysadeild til skoðunar. 

AFP

Vagninn endaði inni í verslun Eplehuset sem hefur verið rýmd á meðan málið er til rannsóknar. 

Talsmaður fyrirtækisins segir að engan hafi sakað í versluninni en unnið sé að því að meta tjónið sem varð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka